Upptök

Færðu inn athugasemd
allt, upptök

Síðan ég kynntist Fríðu hef ég haft mikinn áhuga á sköpun og sköpunarferli listamanna. Allt í einu var sköpun orðin stór hluti af lífi mínu í gegnum Fríðu og ég hreifst af tónlist hennar, viðhorfi til listarinnar og samstarfi hennar við aðra.

Síðan þá hef ég alltaf lesið það sem listamenn hafa sagt um verk sín, hvernig hugmyndin sprettur og hvernig sú hugmynd þróast og verður að listaverki, bók, tónlist eða öðru sköpunarverki mannsins. Ég er áskrifandi að hlaðvarpsþáttum og Youtube-rásum um einmitt það en lítið sem ekkert efni er að finna um íslenska listamenn og verk þeirra.

Vorið 2016 tók ég þá ákvörðun að fara af stað með hlaðvarpsþáttinn Upptök. Tilfefnið var að ég var að lesa Lovestar eftir Andra Snæ með nemendum í Keili. Ég hafði lítinn áhuga á að taka upp hefðbundinn fyrirlestur um bókina og þar sem ég hafði hitt og spjallað nokkrum sinnum við Andra datt mér í hug að spyrja hann hvort ég mætti taka viðtal við hann um bókina, hugmyndina og sköpunarferlið.


Hann tók vel í hugmyndina og stuttu síðar sat ég í stofunni heima hjá honum með frumstæða upptökubúnaðinn sem ég hef lengi ætlað að skipta út fyrir fagmannlegri græjur. Viðtalið við Andra fékk ótrúlega góðar viðtökur. Miklu betri en ég þorði að vona. Nemendur voru ánægðir með þessa miðlunarleið í kennslu og einn kennari í HÍ sagði mér að hann hafi bent nemendum á viðtalið sem dæmi um sjálfsútgáfu í anda handritamenningar Íslendinga. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 500 manns hlustað á þáttinn.

Eftir þessa frumraun kom ekki annað til greina en að halda áfram. Það var greinilega áhugi fyrir hlaðvarpinu. Ég ákvað að taka viðtal við mann sem ég var í miklum samskiptum við og hafði unnið náið með allt síðasta ár, Viðar Hreinsson. Viðar hafði í mörg ár unnið að ævisögu Jóns lærða Guðmundssonar (1574–1658) en hann var náttúrufræðingur, andófsmaður, kennari og svo mætti lengi telja. Viðar hefur lengi haft áhuga á ævi og störfum Jóns og þegar hann hóf að vinna markvisst að ævisögu hans hafði hann samband við okkur í Lesstofunni og spurði hvort við vildum ekki gefa bókina út. Annað kom ekki til greina og úr varð stærsta og metnaðarfyllsta útgáfa Lesstofunnar til þessa, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar.


Þriðja viðtalið var við Soffíu Björgu, tónlistarmann úr Borgarfirðinum. Ég hef þekkt Soffíu í nokkur ár og fylgst með tónlistarsköpun hennar frá því að hún hóf að semja og koma fram. Við Fríða gerðum okkur ferð í Borgarfjörðinn einn fallegan laugardag og ég spjallaði við hana um sköpunina í sveitinni og hvort umhverfið hafi einhver áhrif og hvort hún hafi jafnvel flutt aftur í fjörðinn sköpunarinnar vegna.


Ég hef ekki tekið annað viðtal síðan þá. Nokkrir listamenn hafa tekið vel undir bón mína en ég hef ekki fengið mig í upptökur. Ég hugsa um það nær daglega. Ég mun taka upp næsta viðtal mjög fljótlega. Lofa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s