RUNES: The Icelandic Book of FUÞARK

Færðu inn athugasemd
allt, bækur, myndir

Flestir kannast við rúnir og margir þekkja FUÞARK rúnastafrófið. Stafrófið vísar í fyrstu sex stafina; f, u, þ, a, r og k. Fuþark var notað meðal germanskra þjóð allt frá 2. öld en það tók breytingum síðar. Upphaflegu rúnunum, sem kallað er Eldra Fuþark, var fækkað og til varð stafróf með færri stöfum sem hefur verið nefnt Yngra Fuþark.

Við í Lesstofunni höfum verið að vinna með þessi rúnakerfi ásamt Sigga Odds hönnuði og Teresu Dröfn fræðimanni. Úr því samstarfi varð til bókin Runes: The Icelandic Book of Fuþark sem kemur út undir merkjum dótturfélags Lesstofunnar, The Icelandic Magic Company. Í bókinni eru bæði kerfin sýnd ásamt því þriðja, Íslenska Fuþarkinu, sem er afbrigði sem þróaðist hér á landi. Í þessu felst sérstaða bókarinnar ásamt nútímalegri nálgun en allar rúnirnar eru teiknaðar upp í „nútímalegu letri, í anda svissneskrar leturhefðar“, eins og Siggi segir í viðtali á Menningarvef ruv.is, enda sé markmiðið með útgáfunni öðrum þræði að „hvetja fólk til að sjá möguleikana til þess að nota rúnir í dag.“

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ég tók á opnun sýningar í Safnahúsinu sem við settum upp ásamt Sigga Odds þar sem rúnir voru notaðar á ólíkan hátt, t.d. á götuskiti og á veggspjöldum. Sýningin var hluti af HönnunarMars og vakti nokkra athygli.

Við erum ótrúlega ánægð með bókina og samstarfið og stolt af þessum fallega og eigulega prentgrip.

runes_utgafa_01

Götuskilti með rúnaletri

runes_utgafa_06

runes_utgafa_03

runes_utgafa_05

Veggspjöld sem Siggi Odds hannaði

runes_utgafa_04

Siggi Odds hönnuður og Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík miðaldafræðingur

runes_utgafa_02

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s