Pachinko og Norwegian Wood

Færðu inn athugasemd
allt, bækur

Japan. Ég fer þangað í október. En ég veit lítið sem ekkert um Japan. Ég hef lesið nokkrar bækur eftir Murakami og farið á einn fyrirlestur um dægurmenningu japanskra unglinga. Það er eiginlega allt og sumt. Þess vegna ætla ég að lesa fleiri bækur um og frá Japan, fræðast um menninguna, daglegt líf fólks, drauma þess og þrár. Þegar ég mæti á svæðið vil ég ekki fá sjokk heldur skilja eitthvað smá.

Ég gúgglaði: Popular Japanese Novel 2017 og fyrsta bókin sem kom upp var Pachinko eftir Min Jin Lee. Hún var á einhverjum fínum lista hjá New York Times. Ég þurfti ekki meira, keypti hana og las.

Hún er góð. Nokkurra kynslóða saga í anda Íslendingasagna og Guðrúnar frá Lundi. En samt ekki, hún er mjög ólík. Hún fjallar um líf og hark fjölskyldu frá Suður-Kóreu sem flytur til Japan í leit að betra lífi. Samskipti þjóðanna – og svo bætist Norður-Kórea við eftir stríð – gaf mér betri skilning á lífi fólks í þessum löndum og það sem hefur mótað það síðustu 100 ár eða svo. Sagan spannar alla 20. öld og á þeim tíma tekur menningin auðvitað miklum breytingum. Samt er einhver kjarni sem breytist lítið – japanska sálin – og fylgir hverri kynslóð.

Talandi um kynslóðir. Ég hefði betur átt að lesa Norwegian Wood þegar ég var tvítugur. Bókin hefur legið upp í hillu hjá mér í ansi mörg ár. Af einhverjum ástæðum hef ég alltaf frestað því að lesa hana. Allar hinar bækurnar eftir Murakami, sem standa á sömu hillu, hef ég lesið en ég treysti mér ekki í þessa. Kannski vegna þess að ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. Þetta er þekktasta bók Murakami og mjög hæpuð. Og hún er góð en ég hefði vafalaust tengt betur við hana og persónur hennar þegar ég var unglingur. Graðir unglingar í tilvistarkreppu. Maður tengir bara minna við það núna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s