Mystery Boy í Þjóðleikhúsið

Færðu inn athugasemd
allt

Síðasta haust sagði Smári mágur mér frá hugmynd sem hann var með að söngleik. Hann ætti að vera um Mystery Boy, hömlulaust hliðarsjálf sem hann skapaði sér á sviði. Nú er Smári edrú og mun Mystery Boy því aldrei aftur koma fram. Í stað þess að halda einhvers konar loka- eða kveðjutónleika, og þar með kveðja persónuna, vildi Smári halda lífi í honum og láta frekar gott af honum leiða. Söngleikur væri rétta leiðin til þess.

cover.png


Hann ætlaði að skrifa handritið sjálfur og var þegar farinn að lesa bækur um söngleiki, handritsgerð, skapandi skrif og annað sem honum fannst hann þurfa að skerpa á. 
Smári fór á fund Leikfélags Keflavíkur, pitchaði hugmyndinni og gekk út með samkomulag um að leikfélagið myndi setja söngleikinn upp með vorinu.

Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki mikla von um að söngleikurinn yrði settur upp af metnaði hjá starfandi leikfélagi, enda Smári óreyndur í leikhúsi og þótt hann sé vel þekktur tónlistarmaður og tónskáld, hefur hann ekki skapað sér orð sem skáld. Ég hafði sem betur fer rangt fyrir mér. Trú Smára á verkefnið, metnaður hans kom honum á svið í Keflavík, og brátt á stóra svið Þjóðleikhússins en verkefnið var valið áhugaverðasta sýning áhugaleikhúsi á landinu og verður sett upp í Þjóðleikhúsinu fimmtudaginn 24. maí.


Ég hef tekið óbeinan þátt í verkefninu þvi Fríða leikur eitt af burðarhlutverkunum í söngleiknum. Það gerðist hratt og skyndilega en Fríða var meira en til í að vera með. Ég er henni og Smár
a afar þakkátur því þetta ævintýri hefur verið skemmtilegt og ótrúlega lærdómsríkt.

Þeir sem hafa ekki séð sýninguna þurfa að gera það.

Ljósmynd: Hilmar Bragi / vf.is
Myndbönd: Leikfélag Keflavíkur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s