Bókasafn föður míns

Færðu inn athugasemd
allt, bækur

„Ég var lengi haldinn geðveilu sem kallast söfnunarárátta.“ (27)

Bókasafn föður míns er einhvers konar uppgjör við bókina sem hlut – og aðra dauða hluti sem maðurinn slær eign sinni á og geymir og passar upp á í tíma og ótíma. En hún er líka uppgjör við lífið og þá ekki síður hina hliðina á því, dauðann. Dauða jarðarinnar, dauða mannsins, dauða bókasafna. Maðurinn sem vísað er í hér að ofan hætti að safna hlutum þegar mamma hans dó: „andartakið sem móðir mín dó í örmum mér hætti ég að vera eigingjarn því þú átt aldrei nokkurn skapaðan hlut hvort sem er.“ (27) Hver er tilgangurinn? Sama hvað við reynum að gera til að koma í veg fyrir það þá er heimurinn að farast. Hann hefur verið að farast frá fyrsta degi. En við getum svo sem tekið hljómsveitina á Titanic til fyrirmyndar og gert það besta úr þessu og bara haldið áfram, og þó að bækurnar séu sífellt að styttast, að auka línubilið þá bara aðeins meira. Halda áfram, einn dag í einu, eitt augnablik í einu og svo annað augnablik þangað til að sólin klárar vetnisforða sinn og jörðin „lýkur ævi sinni sem sótsvört, kolbrunnin brunarúst, kaldur kolamoli á þögulli eilífðarsporbraut um ljóslausar leifar sólarinnar.“ (22)

Mæli með þessari bók fyrir þá sem vilja lesa og finna. Ég fann fyrir sorg (ég hef aldrei tengt jafn vel við lýsingu á dauða foreldris), eftirvæntingu en líka tilgangsleysi. Það er nefnilega nauðsynlegt að finna fyrir tilgangsleysi til að gefa eftirvæntingunni eitthvert gildi. Og hamingjunni. Maður finnur hana helst í andstæðunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s