Ungfrú Ísland

Færðu inn athugasemd
bækur

„stundum koma eyjar upp úr sjónum / þar sem áður var hyldýpi“ (183)

– Jónas Hallgrímsson

Yndisleg bók með fullt af fallegum setningum og texta sem nær utan um hugmyndir um lífið og stöðu kynjanna sem margir skilja ekki og oft er erfitt að koma í orð. T.d. þessi málsgrein: „Viltu láta karlmann í bókinni þinni segja: Að vera faðir og eiginmaður mótaði mig og gaf lífi mínu tilgang og merkingu. Gerðu fyrir mig, Hekla.“ (164) Þetta tengi ég við, mjög mikið. Og margar aðrar: „Hér geturðu skrifað, segir hann og tekur saumavélina af borðinu.“ (48)

Karlmenn halda að konur geti ekki verið skáld, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir í vandræðum með það. Þessi setning lýsir afskaplega vel óöryggi karlskálda gagnvart næmni og jafnvel yfirburðum hins kynsins á sviði skáldskapar: „Starkaður er að kanna hvort eitthvert skáldanna langi til að eiga kött. Það gæti þó orðið snúið því Stefnir skáldalækur segir að Laxness eigi ekki kött.“ (165)

Helsti galli bókarinnar er hversu mikið hún reynir, og þá sérstaklega framan af, að sannfæra lesandann um það hvenær hún á að gerast. Stundum– reyndar oft – leið mér eins og ég væri að lesa sagnfræðilega rit þar sem reynt er eftir fremsta megni að telja lesandanum trú um að verið sé að lýsa Reykjavík árið 1963: „Á leiðinni úr apótekinu kaupi ég Vísi og renni yfir smáauglýsingarnar aftast. Það er auglýst eftir stúlku í Þvottahúsið Fönn og líka í bakarí, sömuleiðis vantar stúlku í smurbrauðið á Hótel Borg“ (53) Á köflum líður persónusköpun fyrir þetta því samtöl persóna geta orðið ótrúverðug enda er augljóst að verið sé að tala beint til lesandans og reynt að sannfæra hann um sögutímann: „Ég á aldrei eftir að fara til útlanda, Hekla. Ekki frekar en mamma og amma. Hvað á ég að vilja þangað? Lýður hefur heldur aldrei komið til útlanda. Ég er búin að hitta manninn í lífi mínu og veit hvernig líf mitt verður þangað til ég dey.“ (176) Og: „Það er jafn ólíklegt að kynvillingsr verði frjálsir og að menn gangi á tunglinu, Hekla.“ (237)

En ég naut lestursins mjög og þá sérstaklega þegar þessari réttlætingu lauk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s