Vindurinn hvílist aldrei

Færðu inn athugasemd
allt, bækur

Það er tvennt gott við flutninga: maður fer í nýrra og vonandi betra rými og gleymdir hlutir birtast óvænt; dagbækur, úrklippur, bækur og annað sem kalla fram minningar og tilfinningar, ljúfar og sárar. Í lok síðasta árs fluttum við Fríða og um páskana gengum við frá síðustu tveimur bókakössunum. Í öðrum þeirra var bók sem ég man ekki eftir að hafa keypt eða fengið að gjöf, Vindurinn hvílist aldrei sem kom út árið 1978 og er eftir Jón frá Pálmholti. Kápan vakti strax athygli mína og svo sá ég hvaða forlag stóð að útgáfunni, Lystræninginn. Ég vissi af þessu forlagi þar sem frændi minn Ólafur Ormsson var einn þriggja stofnenda þess og ég hef stundum spjallað við hann um þau fáu ár sem félagið var starfrækt, 1976–1983. En ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti bók frá Lystræningjanum. 

Þetta er falleg ljóðabók og metnaðarfull útgáfa með teikningum eftir Bjarna Ragnar. Teikningar Bjarna í bókinni og þær sem ég fann á netinu eru augljóst afsprengi myndlistar tuttugustu aldar; myndmálið, gróteska, súrrealismi og samsettar myndir í anda popplistar. Myndskreyttar ljóðabækar, megi þær lengi lifa því þær eru einstakt bókmenntaform.

Ljóðin í bókinni eru mörg og einkennist stíll þeirra helst af náttúrumyndum og endurtekningum, endurteknum hljóðum og orðum, og takfastri hrynjandi. Náttúran er fyrirferðamikil, kuldinn, frostið og snjórinn og sjórinn, en borgin birtist líka með sínum götum og bílum.

Ég spjallaði við Ólaf frænda minn í síma þegar ég fann bókina og við vorum sammála að við þyrftum að hittast yfir kaffibolla í sumar, á Kjarvalsstöðum sagði hann, og spjalla um lífið og ljóðið, listina og Lystræningjann.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s