Það er tvennt gott við flutninga: maður fer í nýrra og vonandi betra rými og gleymdir hlutir birtast óvænt; dagbækur, úrklippur, bækur og annað sem kalla fram minningar og tilfinningar, ljúfar og sárar. Í lok síðasta árs fluttum við Fríða og um páskana gengum við […]
All posts filed under: bækur

Minn hlátur er sorg
Frá því að ég kynntist Ástu Sigurðardóttur þegar ég las og svo seinna kenndi íslenska bókmenntasögu hefur mér alltaf þótt hún sveipuð mikilli dulúð og leynd. Ég vissi að hún lifði óvenjulega lífi fyrir konu um miðja síðustu öld. Var skáld og myndlistamaður, bóhem, óvenjulegt […]

Ungfrú Ísland
„stundum koma eyjar upp úr sjónum / þar sem áður var hyldýpi“ (183) – Jónas Hallgrímsson Yndisleg bók með fullt af fallegum setningum og texta sem nær utan um hugmyndir um lífið og stöðu kynjanna sem margir skilja ekki og oft er erfitt að koma […]

Bókasafn föður míns
„Ég var lengi haldinn geðveilu sem kallast söfnunarárátta.“ (27) Bókasafn föður míns er einhvers konar uppgjör við bókina sem hlut – og aðra dauða hluti sem maðurinn slær eign sinni á og geymir og passar upp á í tíma og ótíma. En hún er líka […]

Pachinko og Norwegian Wood
Japan. Ég fer þangað í október. En ég veit lítið sem ekkert um Japan. Ég hef lesið nokkrar bækur eftir Murakami og farið á einn fyrirlestur um dægurmenningu japanskra unglinga. Það er eiginlega allt og sumt. Þess vegna ætla ég að lesa fleiri bækur um […]

RUNES: The Icelandic Book of FUÞARK
Flestir kannast við rúnir og margir þekkja FUÞARK rúnastafrófið. Stafrófið vísar í fyrstu sex stafina; f, u, þ, a, r og k. Fuþark var notað meðal germanskra þjóð allt frá 2. öld en það tók breytingum síðar. Upphaflegu rúnunum, sem kallað er Eldra Fuþark, var […]

Stofuhiti
Margar áhugaverðar og skemmtilegar – og fyndnar – vangaveltur sem snerta samtímann, fólkið í honum og áhrif tækninnar á hegðun mannsins. Sérstaklega fannst mér áhugaverð hugmyndin um að óttinn um gagnaleka sé alltumlykjandi og að hann hafi áhrif á okkur líkt og atómsprengjan á tímum […]

It
Þegar ég sagði við Smára mág „já, veistu, ég ætla að lesa hana með þér“ áttaði ég mig ekki á að bókin It eftir Stephen King myndi verða stór hluti af lífi mínu næstu tvo mánuði. Ég ætlaði að lesa þessar 1400 síður eða svo […]