Stofuhiti

Færðu inn athugasemd
allt, bækur

Margar áhugaverðar og skemmtilegar – og fyndnar – vangaveltur sem snerta samtímann, fólkið í honum og áhrif tækninnar á hegðun mannsins. Sérstaklega fannst mér áhugaverð hugmyndin um að óttinn um gagnaleka sé alltumlykjandi og að hann hafi áhrif á okkur líkt og atómsprengjan á tímum Kalda stríðsins. Ég kann líka að meta kaflann Hin fullkomna sjálfsmynd þar sem Bergur fjallar um leit okkar að hinni fullkomnu sjálfsmynd – og sjálfu.

Sumar vangavelturnar hefði þó mátt temja betur og kafa mætti dýpra í viðfangsefni hvers kafla. Hver kafli hverfist um einhverja hugmynd en í sumum köflum er samt farið um víðan völl og lesandinn nær ekki nægilega djúpstæðum skilningi á hugmyndinni sem fjallað er um – með þeim hætti að hann geti speglað sjálfan sig í henni og öðlast betri skilning á samtímanum. Ég hefði til að mynda viljað mun dýpri greiningu á fyrrnefndum ótta sem ég held að allir geti tengt við. Það sama á við um umfjöllunina um pólitíska rétthugsun, bilið milli fólks og skoðana þeirra og brúnna sem þarf ekki að reisa þar á milli. Ég fékk það stundum á tilfinningu á að Bergur treystir lesandanum ekki til að melta djúpar pælingar sjálfur, að hann hafi verið að hlífa honum fyrir kjarnanum eða þori hreinlega ekki að orða hann (notar t.d orðalag á borð við „Tökum pásu. Þetta var djúpt“ (122)). En ég hafði þó gaman að bókinni og hún fékk mig til að leiða hugann að ýmsu sem maður ætti að hugsa oftar um en gleymir stundum í hraðanum.

Markaðssetning bókarinnar fær toppeinkunn; lag, trailer, hlaðvarp. Vel gert!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s