Það er gaman að ganga um Kaupmannahöfn. Systir mín er nýflutt á Vesterbro og ég ákvað að skoða svæðið sem ég hef lítið gengið um síðustu tíu ár. Ég ætlaði að ganga langt og lengi og skoða allt hverfið en þegar ég hafði þrætt Vesterbrogade til austurs kom ég að garði, Sønermarken. Þar leyfði ég mér að villast milli kviknakinna trjáa sem munu vafalaust fela mig betur þegar ég heimsæki þau aftur að sumri til.
